Icelandican

Hamingju menntun

Fjórar leiðir til að efla gleði, hamingju og bjartsýni.Einfalt prógram sem byggir, ásamt æfingum, einungis á ritrýndum vísindalegum rannsóknum. Prógrammið betrumbætir aðstæður bæði á vinnustöðum og í kennslustofum með því að stuðla á sameiginlegum jákvæðnum upplifunum, og þakklæti.

Almennar Upplýsingar

Árið 2022 hafði skrifstofa skóla og frístundasviðs samband við mig varðandi verkefni til að stuðla að vellíðan í skólakerfinu. Ég var beðinn um að leggja sérstaka áherslu á leiðir til að auka gleði, hamingju og bjartsýni meðal barna og starfsfólks skólakerfisins.Ég fór í nokkra mánuða rannsóknarleiðangur með fylki af menntunarfræðingum og stjórnendum til að hjálpa mér að skoða og prófa hugmyndir.Þetta prógram er útkoma þessara árangurs: Fjórar leiðir til að efla gleði, hamingju og bjartsýni. Á meðan ég starfaði fyrir Reykjavíkurborg hitti ég skólastjóra, kennara, og hundruði starfsmanna skólakerfisins með þeim tilgangi að hafa jákvæð áhrif á þau þúsundir barna í borginni. Ég held áfram með þetta verkefni sjálfstætt til að mæta framhaldandi eftirspurn.Ég útskrifaðist frá Yale háskóla í Bandaríkjunum og hef einnig meistaragráðu í alþjóðamálum og menntafræði frá Háskóla Íslands. Þar hófst doktorsnámið mitt þar sem ég athugaði nýtingu rannsókna á taugavísindum til að hjálpa áhugalausum háskólanemum.Einnig er ég skemmtikraftur og plötusnúður. Ég hef ferðast um heiminn sem listamaður og sem gesta-kennari við nokkra háskóla í Evrópu og Afríku.Meira um upphaflega prógramið má finna hér:

Gleði

“Picture This”Æfingin: Ímyndaðu þér þettaÞessi daglega æfing tekur ekki meira en 5 mínútur.Best er að gera þetta í lok dags (áður en allir fara heim).Öllum er hvatt til að taka daglega a.m.k. 2 myndir af einhverjum hlut, persónu, eða stað sem vekur gleði í þeirra hjarta.Í lok dags munu þátttakendur svo líta á myndirnar og reyna að endurlifa (í eins miklum smáatriðum og hægt er) þá upplifun sem vakti gleðina.T.d. í hvaða fötum var ég, hvaða lykt fann ég, hvaða tilfinningu fann ég…Næsta morgun eru hópumræður um þessar “gleðistundir”Ef stemming er þá eru nokkrir þáttakendur hvattir til að deila myndum sínum með öðrum.

Hamingja

“Beautiful Things”Æfingin: Ræða og meta fallega og jákvæða hlutiDagleg æfing í um 5 mínútur.Kennari, nemandi, eða stjórnandi stýrir umræðum um fallega eða jákvæða hluti.Bekknum/hópnum er skipt í 5 – 10 manna hópa.Hóparnir ganga um bekkinn og segja frá: Jákvæðum atburðum sem gerðust daginn áður, jákvæðum hlutum sem þeir gerðu fyrir aðra, eða eitthvað jákvætt um stofuna/umhverfi.Einn nemandi er tímavörður (til að halda umræðunni innan 10 -15 sek. í hvert sinn).Einn fulltrúi úr hverjum hóp dregur saman, og kynnir þá jákvæðu hluti sem fram komu.Niðurstaðan getur verið dregin saman í söng, dans eða skets ef tími vinnst til.Klappað er fyrir hverri kynningu.

Bjartsýni

“Best Possible Self”Æfingin: Besta útgáfan af sjálfum sérUnnin í skólanum eða heima.Undirbúningur tekur um 5 mínútur.Tekur um 15 mínútur fyrir alla að ljúka skriflegu verkefni.Í æfingunni “Besta útgafan af sjálfum sér” fá nemendur 5 mínútur til að skrifa lýsingu á bestu útgáfunni af þeim sjálfum við þrenns konar aðstæður: Persónulegum, námslegum, og félagslegum.Á tveggja vikna tímabili eru nemendur hvattir til að sjá fyrir sér bestu útgáfuna af sjálfum sér (velja einn þátt á hverjum degi og fara í gegnum þann þátt næsta dag).Nemendur eru hvattir til að sjá þetta fyrir sér í eins ítarlegum smáatriðum og hægt er þ.m.t. hvernig umhverfið lítur út, hvað þau skynja, og hvernig þeim líður í þessu "besta mögulega umhverfi".

Sendiherra gleði

Nemandi eða starfsmaður er tilnefndur "sendiherra gleði, hamingju og bjartsýni". Sá sendiherra hefur umsjón með innleiðingu verkefnisins.Sendiherrann aðstoðar við sköpun á skemmtilegu, hressandi, og gleðilegu andrúmslofti í bekknum eða frístundastarfinu.Sendiherrann leitar leiða til að bæta bekkjarbraginn, og kynnir svo niðurstöður sínar í byrjun eða lok dags.Hlutverkið getur verið tímabundið (ein vika eða einn mán). Það verður samþykkt um lengdina eftir aðstæðum og vilja.

Hafa samband

Ef þig vantar frekari upplýsinga, eða ef þú hefur áhuga á að fá þetta prógram í skóla, vinnustað, kennslustofu, frístundaheimili eða á frístundamiðstöð, þá endilega hafið samband. Takk!

Thank you

Öllum fyrirspurnum verður svarað á innan við einum atvinnudeigi. Hér eftirfarandi eru myndskeið af prógramminu: